Fyrirspurn varðandi niðurfellingu fasteignagjalda
Málsnúmer 201908110
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 300. fundur - 05.09.2019
Borist hefur fyrirspurn frá Axeli Jóhannesi Yngvasyni, fyrir hönd Árinnar gistiheimilis, varðandi niðurfellingu á fasteignagjöldum.
Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 1160/2005 um fasteignaskatt ber sveitarfélögum að leggja fasteignaskatt á allar eignir sem metnar eru með fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári. Byggðarráð telur ekki forsendur til að fella niður fasteignagjöld á umræddu húsnæði. Byggðaráð hafnar erindinu.