Markmið svæðisáætlunar um úrgangsmál á Norðurlandi.
Málsnúmer 201909051
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, „semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna. Áætlunin skal hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Þar skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórnir hyggist ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög. Svæðisáætlanir voru til staðar fyrir flest þessara sveitarfélaga en þær höfðu ekki verið endurskoðaðar þrátt fyrir að miklar breytingar hefðu orðið á málaflokknum frá því að þær voru upphaflega gerðar. Með gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar töldu samningsaðilar að nást myndi betri yfirsýn yfir stöðu og framtíðarmöguleika í úrgangsmálum á svæðinu í heild, jafnframt því sem samvinna myndi að öllum líkindum leiða til bættrar nýtingar fjárfestinga í nútíð og framtíð.
Þann 8. mars 2012 var gengið frá samningi milli sorpsamlaga á svæðinu frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar fyrir allt starfssvæði samningsaðilanna, en á þessu svæði eru samtals 18 sveitarfélög. Svæðisáætlanir voru til staðar fyrir flest þessara sveitarfélaga en þær höfðu ekki verið endurskoðaðar þrátt fyrir að miklar breytingar hefðu orðið á málaflokknum frá því að þær voru upphaflega gerðar. Með gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar töldu samningsaðilar að nást myndi betri yfirsýn yfir stöðu og framtíðarmöguleika í úrgangsmálum á svæðinu í heild, jafnframt því sem samvinna myndi að öllum líkindum leiða til bættrar nýtingar fjárfestinga í nútíð og framtíð.
Lagt fram.