Vetrarþjónusta á Hólasandi - athugasemdir HSN
Málsnúmer 201910070
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019
Athugasemdir sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur við boðaðar breytingar á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi eru lagðar fram í sveitarstjórn, en skv. fréttum verður engin vetrarþjónusta á viðkomandi leið næsta vetur.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur heilshugar undir athugasemdir HSN á Húsavík í tilefni af fréttum af takmarkaðri vetrarþjónustu á Hólasandsvegi. Sveitarstjórn Norðurþings vekur sérstaka athygli á nauðsyn góðrar vetrarþjónustu á þjóðvegum héraðsins. Hólasandsvegur er fjölfarin þjóðleið og mikilvægur hluti af samtengingu atvinnusvæðisins í Þingeyjarsýslum. Viðunandi vetrarþjónusta er einnig bæði mikilvægt öryggismál fyrir íbúa og undirstöðuatriði í rekstri ferðaþjónustu á svæðinu.