Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Tjarnarholti 6, Raufarhöfn.
Málsnúmer 201910129
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019
Ríkarður Reynisson og Birna Björnsdóttir óska eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr að Tjarnarholti 6 á Raufarhöfn. Teikningar eru unnar af Marínó Eggertssyni. Fyrir liggur grunnur að húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Tjarnarholti 4.