Fara í efni

Yfirtaka Norðurþings á gatnalýsingu í dreifbýli.

Málsnúmer 201910177

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Stefnt hefur verið að því um þó nokkurt skeið innan Rarik, að losna undan viðhaldi gatnalýsingar á dreifbýlum svæðum landsins. Fundað hefur verið með forsvarsmönnum Rarik um málið og fyrir liggur "samningur" um yfirtöku Norðurþings á viðhaldinu ásamt umfangi þess sem um ræðir.
Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með.
Skipulag- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með. Einnig felur ráðið honum að kostnaðargreina LED-væðingu og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 05. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað undir máli 201910177.
"Skipulag- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með. Einnig felur ráðið honum að kostnaðargreina LED-væðingu og leggja fyrir ráðið að nýju."

Samningur hefur verið undirritaður um yfirtöku Norðurþings á viðhaldi gatnalýsingar í dreifbýli af RARIK. Samningurinn er lagður fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.