Erindi frá Húsavíkurstofu
Málsnúmer 201911010
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019
Christin Irma Schröder forstöðumaður Húsavíkurstofu hefur sent Norðurþingi erindi vegna úrbóta varðandi aðgengi ferðamanna í bænum fyrir hönd stjórnar. T.d. betri upplýsingar varðandi bílastæði, merkingar og staðsetningu ruslatunna. Einnig um aðkomu ferðamanna með skemmtiferðaskipum, gönguleiðakort og aðgengi að salernum.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja í ferli þau verk sem hægt er að leysa auðveldlega líkt og að merkja bílastæði, setja upp ruslatunnur við bílastæði, setja ruslatunnu- og bílastæðakort á vefinn og halda við merktum gönguleiðum.
Ráðið þakkar ábendingu með aðgengi skemmtiferðaskipafarþega en telur að svo stöddu ekki hægt að komast til móts við beiðnina.
Ráðið vísar til fjölskylduráðs að skoða möguleika á að nýta aðstöðu íþróttahallarinnar á sumrin gegn gjaldtöku fyrir ferðamenn.