Bótakrafa vegna tekjumissis
Málsnúmer 201911016
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 307. fundur - 07.11.2019
Örlygur Hnefill Örlygsson hefur lagt fram bótakröfu á hendur sveitarfélaginu Norðurþingi vegna persónulegs tekjumissis í kjölfar leyfis frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings sem hann tók vegna samskipta við framkvæmda- og þjónustufulltrúa Norðurþings í tengslum við gatnaframkvæmdir framan við Cape Hotel á Höfða sumarið og haustið 2018.
Byggðarráð hafnar bótakröfunni og felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samráði við lögfræðing þess.