Fara í efni

Framúrskarandi fyrirtæki í Norðurþingi

Málsnúmer 201911019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 309. fundur - 21.11.2019

Á fund byggðarráðs koma fyrirtæki í Norðurþingi sem nýverið hafa hlotið eftirsóknarverðar viðurkenningar fyrir árangur og frammistöðu í rekstri.

Á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki eru; Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Trésmiðjan Rein ehf. Curio ehf., Sögin ehf., Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. og Hvalasafni ses.

Sproti ársins veitt af Markaðsstofu Norðurlands; Sjóböðin ehf.

Nýsköpunarverðlaun SAF; Sjóböðin ehf.

Wateradventures, veitt af GetYourGuide; Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. fyrir "Big Whales Safari and Puffins" vöru fyrirtækisins.

Nýsköpunarverðlaun Íslands; Curio ehf.




Á fund byggðarráðs komu forsvarsmenn;
Trésmiðjunnar Reinar ehf.
Sagarinnar ehf.
Curio ehf.
Dodda ehf.
Hvalasafnsins ses.
Sjóbaða ehf.

Byggðarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður um atvinnumál í sveitarfélaginu og óskar þeim áframhaldandi velgengni.