Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík 2019-2023
Málsnúmer 201911068
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 309. fundur - 21.11.2019
Nú er í undirbúningi uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, sem áætlað er að reisa innan fjögurra ára. Stefnt er að því að hönnunarsamkeppni um bygginguna verði sett af stað í desember n.k. og að tillögur úr þeirri keppni liggi fyrir í mars/apríl 2020. Til kynningar í byggðarráði er uppfærð kostnaðaráætlun á verklegum framkvæmdum eftir að lokadrög að húsrýmisáætlun hafa verið lög fram.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 345. fundur - 12.11.2020
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá stjórnarformanni DA um fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Fyrir liggur uppreiknuð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins frá því í byrjun nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021
Opnun tilboða í jarðvinnu við nýtt Hjúkrunarheimili á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.