Bréf frá Örlygi Hnefli Jónssyni
Málsnúmer 201912002
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019
Fyrir stjórn OH liggur að taka afstöðu til meðfylgjandi erindis Örlygs Hnefils Jónssonar og þau mál sem þar eru talin upp.
- Þistill í landi Stekkjarholts.
- Endurnýjun hitaveitulagnar í Reykjahverfi.
- Söluverðmæti vatns sem leitt er til Húsavíkur.
- Þistill í landi Stekkjarholts.
- Endurnýjun hitaveitulagnar í Reykjahverfi.
- Söluverðmæti vatns sem leitt er til Húsavíkur.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Fyrir liggur krafa landeiganda Stekkjarholts í Reykjahverfi um afturvirkar leigugreiðslur frá 1. júní 1999 vegna legu veitulagnar OH um land Stekkjarholts að upphæð 24,7 m.kr. Taka þarf afstöðu til kröfunnar og afgreiðslu hennar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf hafnar kröfu landeiganda m.a. í ljósi þeirrar staðreyndar að núverandi lögn liggur í sama lagnarstæði og áður sem verið hefur óbreytt allt frá árinu 1970. Í engu hefur verið hreyft við mótmælum eða athugasemdum við heitavatnslögnina í þessu lagnastæði á hefðartíma hennar fram til 1990.
Þistill í landi Stekkjarholts.
Orkuveita Húsavíkur telur að umrædd jurt hafi ekki borist í land Stekkjarholts við framkvæmdir á vegum OH á svæðinu og samþykkir því ekki bótaskyldu í málinu.
Endurnýjun stofnlagnar hitaveitu í Reykjahverfi.
Rétt er sem fram kemur í erindinu að fyrirhuguð er endurnýjun stofnalganar hitaveitu í Reykjahverfi. Fyrsta hluta framkvæmdarinnar er þegar lokið, en gert er ráð fyrir framkvæmdum vegna annars og þriðja hluta á næsta ári. Haft er samband við hlutaðeigandi landeigendur í tengslum við endurnýjun lagnarinnar áður en framkvæmdir hefjast.
Söluverðmæti hitaveituvatns.
Varðandi upplýsingar um söluverðmæti hitaveituvatns er vísað til ársskýrslna Orkuveitu Húsavíkur ohf sem aðgengilegar eru á heimasíðu félagsins, www.oh.is.
Öflun frekari gagna og/eða álita er þörf varðandi önnur atriði sem fram koma í erindinu, þar sem um er að ræða tveggja áratuga gamla framkvæmd.