Innheimta rotþróargjalda 2019
Málsnúmer 201912003
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019
Framkvæmdastjóri fer yfir framkvæmd við tæminga rotþróa í Norðurþingi frá því ný fráveitusamþykkt tók gildi árið 2018. Farið verður yfir fyrirkomulag innheimtu rotþróargjalda vegna áranna 2018 og 2019 þar sem þau gjöld eru ekki enn sem komið er, innheimt með fasteigangjöldum eins og fráveitusamþykkt kveður á um.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi losun rotþróa í Norðurþingi. Innheimta rotþróargjalda vegna 2018 og 2019 verður innheimt óháð fasteignagjöldum, en verður innheimt með fasteignagjöldum hér eftir.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri á framkvæmdasviði fara yfir stöðu rotþróarmála í Norðurþingi og innheimtu gjalda vegna tæminga rotþróa árin 2018 og 2019.
Jónas Einarsson kom inn á fundinn og fór yfir fyrirkomulag við losun rotþróa í Norðurþingi.