Umræða um stöðu sjávarútvegs í Norðurþingi
Málsnúmer 202001034
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 312. fundur - 09.01.2020
Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir umræðu um stöðu sjávarútvegs í Norðurþingi, útgerðar, fiskvinnslu, stöðu byggðakvóta sem og framtíðarhorfur greinarinnar.
Greinargerð;
Dregið hefur úr úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu. Árið 2014 hurfu um 60% af aflaheimildum á Húsavík auk þess sem heimaaðilar seldu kvóta frá byggðalaginu. Það þarf að bregðast við því til að tryggja stöðu sjávarútvegs í sveitarfélaginu.
Virðingafyllst
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Byggðarráð samþykkir tillöguna.