Reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020
Málsnúmer 202001041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 312. fundur - 09.01.2020
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir nú drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020. Á undanförnum árum árum hefur ekki verið mikil efnisleg breyting á reglum sem gilt hafa um veiðarnar.
Einnig er birt til kynningar skýrsla vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem sem falið var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að draga úr meðafla við grásleppuveiðar, einkum spendýra og fugla. Í tillögum vinnuhópsins sem nú eru kynntar á samráðsgáttinni eru lagðar til talsverðar breytingar á hrogkelsaveiðum m.a. til að sporna við meðafla.
Á fund byggðarráðs kemur Oddur V. Jóhannsson útgerðarmaður og ræðir fyrirliggjandi drög að breytingum.
Einnig er birt til kynningar skýrsla vinnuhóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem sem falið var að koma með tillögur um hvernig hægt væri að draga úr meðafla við grásleppuveiðar, einkum spendýra og fugla. Í tillögum vinnuhópsins sem nú eru kynntar á samráðsgáttinni eru lagðar til talsverðar breytingar á hrogkelsaveiðum m.a. til að sporna við meðafla.
Á fund byggðarráðs kemur Oddur V. Jóhannsson útgerðarmaður og ræðir fyrirliggjandi drög að breytingum.
Byggðarráð þakkar Oddi fyrir komuna og felur sveitarstjóra að undirbúa umsögn um reglugerðardrögin í samráði við fulltrúa byggðarráðs innan tímafrestsins.