Fara í efni

Kolefnisbókhald hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202001080

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 313. fundur - 16.01.2020

Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir leggja fram tillögu að því að sveitarfélagið safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagsins þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í koefnisfótsporið eins og sorphirðu.
Tillaga Bergs Elíasar Ágústssonar og Hafrúnar Olgeirsdóttur:

Undirrituð leggja fram þá tillögu að sveitarfélagið Norðurþing safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagisin þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í kolefnisfótsporið eins og sorphirðu.

Greinargerð:

Nokkur sveitarfélög á Íslandi hafa sett sér það markmið að kolefnisjafna rekstur sinn, má þar nefna Hafnarfjarðarbæ og Skútustaðahrepp sem fyrirmynd í þeim efnum. Ljóst er að einhvern tíma tekur að safna saman framangreindum upplýsingum svo vel megi vera. Mikilvægt er að fyrir árið 2021 liggi fyrir skýr aðgerðaráætlun í þessum efnum til samræmis við umhverfistefnu NÞ. Sömuleiðis að virkja starf skólanna í sveitarfélaginu í verkefninu.

Þó svo að endanleg aðgerðaráætlun muni sennilega ekki verða tilbúin fyrr en um mitt næsta sumar er hægt að hefjast handa nú þegar. Í því samhengi má benda á tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins frá 16. febrúar 2017, sem hljóðar svo;

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplanta í sveitarfélaginu Norðurþing. Greinargerð; Tillagan felur í sér að sveitarfélagið Norðurþing mun leggja árlega til að lámarki eina trjáplöntu fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins allan lífstíma verkefnisins. Einnig verði leitað eftir samkomulagi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um að þau leggi árlega verkefninu til trjáplöntur.

Sveitarfélagið mun halda utan um verkefnið og sjá um skipulag og framkvæmd gróðursetningar.

Meginmarkmið verkefnisins er.

a) Að auka útbreiðslu skóga í sveitarfélaginu Norðurþing.
b) Að til verði skógarauðlind í sveitarfélaginu Norðurþing.
c) Að auka bindingu kolefnis með aukinni skógrækt í sveitafélaginu Norðurþing.
d) Að auka umhverfisleg gæði í sveitarfélaginu Norðurþing

Framkvæmdanefnd er falið stjórn og framkvæmd verkefnisins og mun sveitarstjórn tryggja verkefninu fjármuni til framkvæmdarinnar. Húsavík 16.02.2017, Gunnlaugur Stefánsson.

Frábært yrði ef hafist væri handa næsta sumar að planta einu tré fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins enda kostnaður óverulegur og ávinningur jákvæður.

Bergur Elías Ágústsson, Hafrún Olgeirsdóttir

Byggðarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.


Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á síðasta byggðaráðsfundi lögðu Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir fram tillögu um að sveitarfélagið Norðurþing safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagisin þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í kolefnisfótsporið eins og sorphirðu. Sérstaklega vísuðu þau í tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins frá 16. febrúar 2017, sem fól í sér m.a. að sveitarstjórn Norðurþings myndi samþykkja að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplanta í sveitarfélaginu Norðurþing.

Verið er að vinna að Umhverfisstefnu Norðurþings og felur hún í sér að sveitarfélagið kolefnisjafni starfsemi þess og er sett fram í leiðum 1.3.1 og 1.3.2 í drögunum. Umhverfisstjóri hefur verið að kynna sér hvernig önnur sveitarfélög vinna þessi mál hjá sér. Ráðið þarf að taka afstöðu hvort rými sé til að fara í þá vinnu árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman minnisblað um framkvæmd og kostnað á grænu bókhaldi.