Áður áformað aukaþing SSNE í febrúar 2020
Málsnúmer 202002014
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 315. fundur - 06.02.2020
Samkvæmt starfsáætlun SSNE sem samþykkt var á ársþingi Eyþings þann 15. nóvember sl. var áætlað að boða til aukaþings í fyrstu viku febrúar 2020 til að manna stöður í úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs - í samræmi við ákvæði 15. (um úthlutunarnefnd) og 16. gr. (um fagráð) samþykkta SSNE.
Stjórn SSNE leggur til að ekki verði boðað til aukaþings í febrúar til að manna umræddar stöður eins og starfsáætlun gerði ráð fyrir. Þess í stað gildi upphafleg umboð núverandi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs óbreytt út janúar mánuð. Kosning í umræddar stöðu fari svo fram á ársþingi SSNE í apríl 2020.
Stjórn SSNE leggur til að ekki verði boðað til aukaþings í febrúar til að manna umræddar stöður eins og starfsáætlun gerði ráð fyrir. Þess í stað gildi upphafleg umboð núverandi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs óbreytt út janúar mánuð. Kosning í umræddar stöðu fari svo fram á ársþingi SSNE í apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu varðandi aukaþing SSNE.