Sorpmóttaka Raufarhöfn
Málsnúmer 202002028
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja málefni sorpmóttöku á Raufarhöfn.
Sorpmóttaka á Raufarhöfn er staðsett við Sjávarbraut á Raufarhöfn þar sem áður var síldarþró SR, en aðgengi að svæðinu hefur verið óheft frá því það var tekið í notkun fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan.
Fyrir liggur að stýra þurfi aðgengi að sorpmóttökunni og manna svæðið á opnunartíma í þeim tilgangi að bæta umgengni og skráningu sorps við losun, en gerð er krafa um upprunaskráningu við reglubundin skýrsluskil til Umhverfisstofnunar. Upprunaskráning nær að mestu til fyrirtækja en fram að þessu hafa fyrirtæki einnig haft frjálsan aðgang að móttökunni.
Ekki er gert ráð fyrir að gjaldskylda losun né taka upp klippikort og ekki verður ráðið starfsfólk til þess að sinna sorpmóttöku á Raufarhöfn.
Opnunartími hefur verið auglýstur 13:00-17:00 alla þriðjudaga og verður honum stýrt úr Þjónustumiðstöð á Raufarhöfn. Fyrirhugaður opnunartími mun verða endurmetinn út frá reynslu ef þurfa þykir.
Sorpmóttaka á Raufarhöfn er staðsett við Sjávarbraut á Raufarhöfn þar sem áður var síldarþró SR, en aðgengi að svæðinu hefur verið óheft frá því það var tekið í notkun fyrir u.þ.b. tveimur árum síðan.
Fyrir liggur að stýra þurfi aðgengi að sorpmóttökunni og manna svæðið á opnunartíma í þeim tilgangi að bæta umgengni og skráningu sorps við losun, en gerð er krafa um upprunaskráningu við reglubundin skýrsluskil til Umhverfisstofnunar. Upprunaskráning nær að mestu til fyrirtækja en fram að þessu hafa fyrirtæki einnig haft frjálsan aðgang að móttökunni.
Ekki er gert ráð fyrir að gjaldskylda losun né taka upp klippikort og ekki verður ráðið starfsfólk til þess að sinna sorpmóttöku á Raufarhöfn.
Opnunartími hefur verið auglýstur 13:00-17:00 alla þriðjudaga og verður honum stýrt úr Þjónustumiðstöð á Raufarhöfn. Fyrirhugaður opnunartími mun verða endurmetinn út frá reynslu ef þurfa þykir.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar umfjöllun um opnunartíma sorpmóttöku á Raufarhöfn til hverfisráðs Raufarhafnar til umsagnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 94. fundur - 13.04.2021
Óskar Óskarsson, bæjarverkstjóri á Raufarhöfn kom inn á fundinn og lýsti verkefninu sem unnið er með og snýr að sorpmóttöku á staðnum.
Nýlega var ráðist í uppbyggingu aðstöðu til móttöku og flokkun sorps innan þéttbýlis á Raufarhöfn. Sorpmóttakan sem engöngu er ætluð greiðendum sorphirðugjalda, var byggð upp í svokallaðri síldarþró innan hafnarsvæðis og er staðsetningin með þeim hætti að nokkuð auðvelt er að viðhafa nauðsynlega stýringu á aðgengi samhliða leiðbeinandi eftirliti varðandi flokkun sorps eins og almennt tíðkast á sorpmóttökustöðvum um land allt. Lagt var upp með að starfsmaður áhaldahúss veitti leiðbeiningar og ráðgjöf innan auglýsts opnunartíma og var í því skyni lögð fram tillaga að vöktuðum opnunartíma sorpmóttökunnar. Heimamenn lögðust eindregið gegn takmörkunum á aðgengi að móttökunni og kölluðu eftir ótakmörkuðum opnunartíma án eftirlits, sem skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á þeim tíma. Frá opnun móttökunnar hefur þó oft og ítrekað komið fram í máli bæjarverkstjóra á Raufarhöfn að umrætt fyrirkomulag sé fjarri því að skila árangri m.t.t. gæða sorpflokkunar eða almennnrar umgengni um sorpmóttökusvæðið og leiðir því til aukins kostnaðar sveitarfélagsins vegna sorpförgunar.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirkomulags í tengslum við aðgengismál sorpmóttöku á Raufarhöfn byggt á þeirri reynslu sem fyrir liggur.
Nýlega var ráðist í uppbyggingu aðstöðu til móttöku og flokkun sorps innan þéttbýlis á Raufarhöfn. Sorpmóttakan sem engöngu er ætluð greiðendum sorphirðugjalda, var byggð upp í svokallaðri síldarþró innan hafnarsvæðis og er staðsetningin með þeim hætti að nokkuð auðvelt er að viðhafa nauðsynlega stýringu á aðgengi samhliða leiðbeinandi eftirliti varðandi flokkun sorps eins og almennt tíðkast á sorpmóttökustöðvum um land allt. Lagt var upp með að starfsmaður áhaldahúss veitti leiðbeiningar og ráðgjöf innan auglýsts opnunartíma og var í því skyni lögð fram tillaga að vöktuðum opnunartíma sorpmóttökunnar. Heimamenn lögðust eindregið gegn takmörkunum á aðgengi að móttökunni og kölluðu eftir ótakmörkuðum opnunartíma án eftirlits, sem skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti á þeim tíma. Frá opnun móttökunnar hefur þó oft og ítrekað komið fram í máli bæjarverkstjóra á Raufarhöfn að umrætt fyrirkomulag sé fjarri því að skila árangri m.t.t. gæða sorpflokkunar eða almennnrar umgengni um sorpmóttökusvæðið og leiðir því til aukins kostnaðar sveitarfélagsins vegna sorpförgunar.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirkomulags í tengslum við aðgengismál sorpmóttöku á Raufarhöfn byggt á þeirri reynslu sem fyrir liggur.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Óskari komuna.
Kristinn Lund óskar bókað:
Ég legg til að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opið miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-17 og opið á laugardögum frá kl.12-14. Og það verði starfsmaður til að leiðbeina fólki þegar opið er.
Kristinn og Kristján Friðrik eru samþykkir bókun Kristins.
Undirrituð leggur til að starfsmönnum verði falið að skoða hvaða leiðir eru til að lágmarka kostnað sem fellur til vegna notkunar lögaðila á sorpmóttökunarstöðvum Norðurþings austan Tjörnes en þær eru eingöngu fyrir íbúa. Undirrituð leggur einnig til að haldinn verði íbúafundur á Raufarhöfn og í Öxarfirði þar sem sorpmóttökumál verði rædd. Það er vissulega mikil þægindi fólgin í því fyrir íbúa að geta losað sig við sorp þegar hentar en ef umgengni er ábótavant eða verið er að losa sorp á þessum stöðum sem ekki verið er að greiða fyrir þarf að grípa til lokana á svæðunum.
Silja Jóhannesdóttir.
Silja og Nanna eru samþykkar bókun Silju.
Bergur Elías leggur fram tillögu:
Íbúum og lögaðilum á Raufarhöfn verði sent erindi vegna sorpmóttöku staðarins þar sem ábendingum verið komið á framfæri um nauðsynlega flokkun úrgangs sem og að lögaðilum bera að greiða fyrir sitt sorp.
Verði flokkun og umgengni svæðisins ekki með viðunandi hætti er ljóst að grípa þarf til takmörkunar á opnunartíma og frekara eftirliti með flokkun.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að senda íbúum erindið. Að 6 vikum liðnum frá því að erindi hefur verið sent, skal opnun sorpmóttöku tekinn til skoðunar.
Bergur, Silja og Nanna samþykkja tillögu Bergs.
Kristinn Lund óskar bókað:
Ég legg til að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opið miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-17 og opið á laugardögum frá kl.12-14. Og það verði starfsmaður til að leiðbeina fólki þegar opið er.
Kristinn og Kristján Friðrik eru samþykkir bókun Kristins.
Undirrituð leggur til að starfsmönnum verði falið að skoða hvaða leiðir eru til að lágmarka kostnað sem fellur til vegna notkunar lögaðila á sorpmóttökunarstöðvum Norðurþings austan Tjörnes en þær eru eingöngu fyrir íbúa. Undirrituð leggur einnig til að haldinn verði íbúafundur á Raufarhöfn og í Öxarfirði þar sem sorpmóttökumál verði rædd. Það er vissulega mikil þægindi fólgin í því fyrir íbúa að geta losað sig við sorp þegar hentar en ef umgengni er ábótavant eða verið er að losa sorp á þessum stöðum sem ekki verið er að greiða fyrir þarf að grípa til lokana á svæðunum.
Silja Jóhannesdóttir.
Silja og Nanna eru samþykkar bókun Silju.
Bergur Elías leggur fram tillögu:
Íbúum og lögaðilum á Raufarhöfn verði sent erindi vegna sorpmóttöku staðarins þar sem ábendingum verið komið á framfæri um nauðsynlega flokkun úrgangs sem og að lögaðilum bera að greiða fyrir sitt sorp.
Verði flokkun og umgengni svæðisins ekki með viðunandi hætti er ljóst að grípa þarf til takmörkunar á opnunartíma og frekara eftirliti með flokkun.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að senda íbúum erindið. Að 6 vikum liðnum frá því að erindi hefur verið sent, skal opnun sorpmóttöku tekinn til skoðunar.
Bergur, Silja og Nanna samþykkja tillögu Bergs.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021
Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá starfsmönnum áhaldahúss Raufarhafnar um umgengni um sorpmóttökustöð Raufarhafnar.
Kristinn Lund leggur til að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opin miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-17. Einnig verði opið á laugardögum frá kl.12-14. Starfsmaður á vegum sveitarfélagsins verði á staðnum til að leiðbeina fólki á opnunartíma. Tillagan tekur gildi 1. september 2021.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.