Ósk um frávik frá samningi um greiðslu hlutafjár
Málsnúmer 202002042
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020
Sjóböð ehf. hafa óskað eftir því við stjórn OH að skoðað verði hvort mögulegt sé að greiðslur vatnsgjalda árið 2020 geti gengið upp í greiðslu vegna innköllunar hlutafjár í félagið frá því á síðasta ári.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. hafnar ósk Sjóbaða ehf. um að greiðslur vatnsgjalda gangi upp í hlutafjárkaup vegna þátttöku OH í hlutafjáraukningu félagsins frá síðasta ári, enda liggur fyrir undiritað samkomulag milli aðila um að aukið hlutfé OH komi til lækkunar á stofnkostnaði OH vegna uppbyggingu innviða sjóbaða á Höfða.