Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt
Málsnúmer 202002057
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020
Athygli sveitarfélaga hefur verið vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Í þessu skyni eru lagðar til breytingar á eftirtöldum fjórum lagabálkum: Lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966, þinglýsingalögum nr. 39/1978, lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og jarðalögum nr. 81/2004.
Hlekkur á drögin að frumvarpinu: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2623
Hlekkur á drögin að frumvarpinu: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2623
Lagt fram til kynningar.