Leitað leyfis landeigenda eða annars rétthafa ef nota á tjaldvagna, fellihýsi og annan sambærilegan búnað utan skipulagðra tjaldsvæða.
Málsnúmer 202002075
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020
Borist hefur erindi frá Sigríði Örnu Arnþórsdóttur, félaga í Félagi Húsbílaeigenda, Sveinbirni Halldórssyni, félaga og formanni 4x4, Þorvarði Inga Þorbjörnssyni, félaga í Félagi Húsbílaeigenda og 4x4 og Boreal ehf., skráðum eiganda að húsbíl þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið beiti sér fyrir breytingu á 22. grein laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem fjallað er um "heimild til að tjalda".
Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri innan lögsagnarumdæmis í og við þéttbýliskjarna sveitarfélagsins utan sérmerktra svæða. Að öðru leyti er vísað til heimilda 22. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 hvar einstaklingum er heimilt að tjalda á óræktuðu landi til einnar nætur sé tjaldstæði ekki í næsta nágrenni.