Fara í efni

Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings

Málsnúmer 202003026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020

Norðurþing hefur verið að fækka félagslegum leiguíbúðum í eignasafni sínu seinustu ár. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til þess að fækka íbúðum. Fyrir ráðinu liggja gögn þar sem farið er yfir stöðu íbúðanna. Taka þarf ákvörðun um hvaða leið skuli fara í sölu á þessum eignum með það að markmiði að selja eignir sem henta ekki sem félagslegt leighúsnæði og á sama tíma halda í þær eignir sem henta sem félagslegt leiguhúsnæði innan Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að sæki leigjandi á félagslegum forsendum um að kaupa íbúð sem hann leigir og mat félagsþjónustu er það að íbúðarinnar er ekki þörf í kerfinu þá sé leyfilegt að selja hana til leigjenda að undangengnu verðmati tveggja óháðra aðila.