Lántaka Norðurþings hjá Orkuveitu Húsavíkur vegna mögulegs lausafjárskorts í tengslum við Covid-19 faraldurinn
Málsnúmer 202003095
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020
Aðgerðahópur sem skipuð var af sveitarstjórn Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 leggur til við byggðarráð að leitað verði til Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi mögulega lánafyrirgreiðslu komi til lausafjárvanda hjá sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 204. fundur - 08.04.2020
Aðgerðahópur sem skipaður var af sveitarstjórn Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19 leggur til við byggðarráð að leitað verði til Orkuveitu Húsavíkur ohf. varðandi mögulega lánafyrirgreiðslu komi til lausafjárvanda hjá sveitarfélaginu á næstu mánuðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahópsins og felur sveitarstjóra að senda erindi til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Í minnisblaði frá Deloitte dagsettu 14.4.2015 sem unnið var fyrir sveitarfélagið Norðurþing, kemur fram að OH sé óheimilt að lána sveitarfélaginu fjármuni með beinum hætti. Eigandinn á þó möguleika á arðgreiðslum verði tekin ákvörðun um slíkt og niðurfærsla hlutafjár er svo önnur leið.