Málefni Nausts
Málsnúmer 202003096
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020
Guðmundur Salómonsson, f.h. húseigenda Hafnarstéttar 7 á Húsavík óskar eftir:
1. Heimild til að grafa frá austurvegg hússins til að veita jarðraka frá veggnum.
2. Samþykki fyrir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu norðan núverandi húss skv. meðfylgjandi rissmynd.
3. Samþykki fyrir hækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar í deiliskipulagi.
4. Að Orkuveita Húsavíkur taki á sig kostnað við lagfæringar og breytingar á þeim lögnum sem kunna að koma í ljós við uppgröft.
5. Að sveitarfélagið taki á sig kostnað við lagfæringar á slitlagi og kantsteinum austan Hafnarstéttar 7 að framkvæmdum loknum.
6. Að sveitarfélagið felli niður alla gjaldtöku skv. gjaldskrám vegna afgreiðslu erinda.
1. Heimild til að grafa frá austurvegg hússins til að veita jarðraka frá veggnum.
2. Samþykki fyrir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu norðan núverandi húss skv. meðfylgjandi rissmynd.
3. Samþykki fyrir hækkun nýtingarhlutfalls lóðarinnar í deiliskipulagi.
4. Að Orkuveita Húsavíkur taki á sig kostnað við lagfæringar og breytingar á þeim lögnum sem kunna að koma í ljós við uppgröft.
5. Að sveitarfélagið taki á sig kostnað við lagfæringar á slitlagi og kantsteinum austan Hafnarstéttar 7 að framkvæmdum loknum.
6. Að sveitarfélagið felli niður alla gjaldtöku skv. gjaldskrám vegna afgreiðslu erinda.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 204. fundur - 08.04.2020
Fyrir liggur erindi fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík varðandi ósk um ýmsar fyrirgreiðslur til handa sveitinni í tengslum við stækkun húsnæðis innan lóðar Naustsins, húsnæðis björgunarsveitarinnar.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til erindisins.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til erindisins.
Stjórn OH tekur jákvætt í erindið og félagið lýsir sig tilbúið til þátttöku um leið og öll leyfi liggja fyrir til þeirra framkvæmda sem um ræðir.
Ráðið ákveður að starfsmenn sveitarfélagsins meti kostnað við þátttöku Norðurþings í verkefninu og jafnhliða eigi sér stað samtal við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar og aðra hagsmunaaðila um framtíðarlausn á húsnæðismálum sveitarinnar áður en næstu skref verða tekin. Þessum verkefnum verði hraðað eins og framast er unnt.