Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 og lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995
Málsnúmer 202003119
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.
Meðal þess sem lögin taka til er breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og varða heimild sveitarstjórna til að víkja frá skilyrðum 1. og 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. við stjórn sveitarfélagsins árin 2020-2022, en þar segir;
1. samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, og
2. heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Einnig taka lögin til laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og heimildar gjaldenda fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls til að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal gjaldandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.
Meðal þess sem lögin taka til er breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 og varða heimild sveitarstjórna til að víkja frá skilyrðum 1. og 2. tölul. 2. mgr. 64. gr. við stjórn sveitarfélagsins árin 2020-2022, en þar segir;
1. samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu á hverju þriggja ára tímabili ekki hærri en nemur samanlögðum reglulegum tekjum, og
2. heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. séu ekki hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.
Einnig taka lögin til laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og heimildar gjaldenda fasteignaskatta skv. c-lið 3. mgr. 3. gr. sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls til að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020, með sömu skilyrðum og málsmeðferðarreglum og kveðið er á um í ákvæði til bráðabirgða VII í lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur réttilega til er 15. janúar 2021.
Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum skv. 1. mgr., að uppfylltum skilyrðum, fyrir miklu tekjufalli á rekstrarárinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem hefur verið frestað fram til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021. Ósk um aukinn frest og greiðsludreifingu skal gjaldandinn beina til sveitarfélags fyrir 15. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.