Fara í efni

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur - námskeið og styrkur

Málsnúmer 202004010

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur kannar möguleika á að koma til Húsavíkur og halda námskeið fyrir ungmenni.

Námskeiðsgjald er fyrirhugað 11.900 á mann og eru námskeiðin þrír dagar, einn og hálfur tími í senn. Skipt er í hópa eftir getu og erum við 2 sem kennum. Vinsælustu námskeiðin eru fyrir krakka og unglinga en á krakkanámskeiðunum er stílað inn á aldurinn 4- 12 ára og á unglinganámskeiðunum 13- 18 ára.

Einnig er sótt um styrk til Norðurþings að upphæð 250 þúsund vegna gistingar, ferðakostnaðar og annað tilfallandi.

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er velkominn að halda námskeið í sveitarfélaginu. Umsókn um fjárstuðning er hafnað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hafa samband við Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og kanna hvort af námskeiðinu geti orðið með aðkomu sveitarfélagsins með öðrum hætti en með beinum fjárstuðningi.

Fjölskylduráð - 68. fundur - 29.06.2020

Málið var áður á dagskrá 60 fundi Fjölskylduráðs og var eftirfarandi bókað:

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur er velkominn að halda námskeið í sveitarfélaginu. Umsókn um fjárstuðning er hafnað.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hafa samband við Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og kanna hvort af námskeiðinu geti orðið með aðkomu sveitarfélagsins með öðrum hætti en með beinum fjárstuðningi.

-----
Íþrótta - og tómstundafulltrúi er kominn með verð í gistingu og er kostnaður 90þúsund krónur.
Fjölskylduráð ítrekar fyrri svör sín og synjar erindinu.