Styrkur til Heimskautsgerðisins vegna aukaframlags í Framkvæmdasjóð ferðamanna í tengslum við COVID-19
Málsnúmer 202004066
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur, sem hluta af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins, ráðstafað 200 m.kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins í mars.
Í ljósi þess hefur verið tekin ákvörðun um að veita styrk að fjárhæð kr. 35.000.000.- til verkefnisins; Norðurþing - Bifröst við Heimskautsgerði - velkomin. Jafnframt er afturkölluð fyrri ákvörðun um synjun styrks dags 11.03. sl. á grundvelli 1. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga.
Í ljósi þess hefur verið tekin ákvörðun um að veita styrk að fjárhæð kr. 35.000.000.- til verkefnisins; Norðurþing - Bifröst við Heimskautsgerði - velkomin. Jafnframt er afturkölluð fyrri ákvörðun um synjun styrks dags 11.03. sl. á grundvelli 1. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga.
Byggðarráð fagnar framlaginu úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til uppbyggingar Heimskautsgerðisins og telur það verða mikið framfaraspor að koma þessum áfanga í uppbyggingu gerðisins í framkvæmd.