Fundir fastanefnda Norðurþings eftir 4. maí 2020
Málsnúmer 202004088
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 325. fundur - 30.04.2020
Á 101. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað undir máli 202003071;
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Norðurþings, að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda í Norðurþingi. Engin takmörk verði á fjölda lögmætt boðaðra fundarmanna sem taka þátt í fundum í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag funda hjá fastanefndum Norðurþings eftir 4. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tryggja starfhæfi sitt og til að auðvelda ákvarðanatöku við stjórn Norðurþings, að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar og fastanefnda í Norðurþingi. Engin takmörk verði á fjölda lögmætt boðaðra fundarmanna sem taka þátt í fundum í fjarfundarbúnaði. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ritun fundargerða fari fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins, um ritun fundargerða, nr. 22/2013. Fundargerð skal annað hvort deilt með öllum fundarmönnum á skjá í lok fundar og lesin yfir og síðan staðfest með tölvupósti eða undirrituð rafrænt.
Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um fyrirkomulag funda hjá fastanefndum Norðurþings eftir 4. maí nk.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.