Jakinn 2020
Málsnúmer 202005032
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020
Félag kraftamanna hyggst halda aflraunakeppnina Norðurlandsjakann í ágúst 2020.
Óskað er eftir þátttöku Norðurþings í keppninni.
Félagið óskar eftir 200 þúsund króna styrk og gistingu og mat fyrir keppendur.
Unninn verður sjónvarpsþáttur um keppnina þar sem sveitarfélögin fá sína kynningu ásamt umfjöllun um keppnina.
Óskað er eftir þátttöku Norðurþings í keppninni.
Félagið óskar eftir 200 þúsund króna styrk og gistingu og mat fyrir keppendur.
Unninn verður sjónvarpsþáttur um keppnina þar sem sveitarfélögin fá sína kynningu ásamt umfjöllun um keppnina.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í það. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða við forsvarsmenn Norðurlandsjakans um nánari útfærslu á viðburðinum og kostnað honum tengdum.
Fjölskylduráð - 70. fundur - 10.08.2020
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Félagi kraftamanna um aflraunakeppnina Norðurlands jakinn 2020.
Um er að ræða aflraunakeppni sem fer fram í lok ágúst. Tvær þrautir fara fram í Norðurþingi,ein á Raufarhöfn og önnur í Ásbyrgi. Keppnin verður tekin upp og sýnd á RÚV.
Sótt er um 200 þúsund króna styrk og að greiddur verði kostnaður við gistingu, samtals um 300 þúsund krónur.
Um er að ræða aflraunakeppni sem fer fram í lok ágúst. Tvær þrautir fara fram í Norðurþingi,ein á Raufarhöfn og önnur í Ásbyrgi. Keppnin verður tekin upp og sýnd á RÚV.
Sótt er um 200 þúsund króna styrk og að greiddur verði kostnaður við gistingu, samtals um 300 þúsund krónur.
Erindið er samþykkt með meirihluta atkvæða.
Berglind greiðir atkvæði gegn erindinu og telur þessu fé betur varið í viðburði sem félög í Norðurþingi og íbúar taki þátt í.
Skilyrði við styrkveitingu er að farið verði eftir almennum tilmælum og reglum um sóttvarnir sem eru í gildi hverju sinni.
Verði ekki af viðburðinum verður styrkurinn ekki greiddur.
Berglind greiðir atkvæði gegn erindinu og telur þessu fé betur varið í viðburði sem félög í Norðurþingi og íbúar taki þátt í.
Skilyrði við styrkveitingu er að farið verði eftir almennum tilmælum og reglum um sóttvarnir sem eru í gildi hverju sinni.
Verði ekki af viðburðinum verður styrkurinn ekki greiddur.