Bréf vegna útboðs á sorphirðu 2020
Málsnúmer 202005042
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 327. fundur - 14.05.2020
Borist hefur erindi frá Terra umhverfisþjónustu hf. vegna útboðs á sorphirðu hjá Norðurþingi þar sem fyrirtækið telur að samkvæmt fundargerðum skipulags- og framkvæmdaráðs frá 16. apríl og fundargerð byggðarráðs frá 30. apríl virðist sem að víkja eigi í framkvæmd verksins frá verklýsingu. Fyrirtækið lýsir því yfir að verði samið við lægstbjóðanda en framkvæmdin önnur en sú sem lýst var í útboðsgögnum þá muni fyrirtækið leita réttar síns.
Byggðarráð þakkar Gunnari Hrafni fyrir yfirferð málsins.
Lagt fram til kynningar.