Ósk um frestun veitugjalda vegna rekstrarstöðvunar í tengslum við COVID-19
Málsnúmer 202006018
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 208. fundur - 04.06.2020
Fyrir liggur ósk frá stjórn Sjóbaða ehf. um frestun veitugjalda á árinu 2020. Þegar hefur verið samið um greiðslur vegna desember 2019, janúar 2020, og febrúar 2020 en að mati stjórnar Sjóbaða ehf. þarf meira að koma til. Óskað er eftir því að greiðslur vegna veitugjalda fyrstu 8 mánaða ársins 2020 verði færðar aftur fyrir samningstíma gildandi samnings milli aðila.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. samþykkir frystingu greiðslna vegna vatnsgjalda Sjóbaða ehf. fyrir tímabilið mars-ágúst 2020 og að þeim greiðslum verði frestað til ársins 2021. Áður gerður samningur um frestun greiðslna vegna tímabilsins desember 2019-febrúar 2020 fram til júní-ágúst 2020 verður látin halda sér eins og um hefur verið samið.