Sýning myndarinnar "Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga"
Málsnúmer 202006104
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 67. fundur - 22.06.2020
Húsavíkurstofa í samvinnu við Norðurþing er að kanna möguleika á að sýna myndina "Eurovision Song Contest: The Story of Fire of Fire Saga" á Húsavík. Myndin var tekin upp að stórum hluta á Húsavík haustið 2019.
Fjölskylduráð - 68. fundur - 29.06.2020
Eins og fram kom í fundargerð fjölskylduráðs frá 22. júní sl. stóð til að bjóða íbúum sveitarfélagsins á frumsýningu Eurovision kvikmyndar Will Ferrel á morgun föstudag. Eftir viðræður við forsvarsmenn Netflix sem upphaflega tóku erindinu vel er niðurstaðan því miður sú síður að vegna reglna fyrirtækisins á heimsvísu um opinberar sýningar á þeirra efni á tímum heimsfaraldurs, Covid-19, er okkur ekki heimilt að efna til þessarar opnu sýningar.
Fjölskylduráðið vill ítreka að þegar ráðið tók ákvörðun um sýningu á Eurovisionmynd Will Ferrel var leyfi fyrir sýningunni til staðar sem síðar var dregið tilbaka af Netflix.
Myndin verður sýnd í Íþróttahöllinni á Húsavík og verða tvær sýningar í boði n.k. föstudag.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna að undirbúningi sýningarinnar í samstarfi við Exton, True North, Húsavíkurstofu og Völsung.
Nánar auglýst síðar á samfélagsmiðlum og vefum Húsavíkurstofu og Norðurþings.