Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna uppbyggingar fiskeldis á Röndin á Kópaskeri
Málsnúmer 202006115
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020
Skipulagsstofnun óskar umsagnar um hvort Norðurþing telji að framkvæmd Fiskeldis Austfjarða við fyrirhugaða uppbyggingu fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri skv. framlagðri fyrirspurn skuli háð mati á umhverfisáhrifum og þá á hvaða forsendum.
Meðfylgjandi erindi er greinargerð framkvæmdaaðila sem send var Skipulagsstofnun sem fyrirspurn um matsskyldu.
Meðfylgjandi erindi er greinargerð framkvæmdaaðila sem send var Skipulagsstofnun sem fyrirspurn um matsskyldu.
Vegna uppbyggingar fiskeldisins þarf framkvæmdaaðili að tryggja sér lóðarréttindi, afla sér framkvæmdaleyfis hjá sveitarfélaginu vegna lagningar vega og fráveitulagna og svo fá samþykki fyrir byggingarleyfi mannvirkja innan lóðar. Sveitarfélagið er landeigandi á svæðinu og er því samningsaðili vegna lóðarréttinda.