Ósk um stöðuleyfi fyrir flugskýli og afnot skeiðvallar sem fisflugbrautar
Málsnúmer 202006121
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020
Sigmundur Þorgrímsson, f.h. óstofnaðs Fisflugsfélags Húsavíkur, óska eftir heimild til að nýta aflagðan skeiðvöll við Skjólbrekku sem fisflugbraut og jafnframt heimild til að reisa á svæðinu flugskýli sem nánar er lýst í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir um aðstöðu fyrir hið óstofnaða félag við Skjólbrekku fyrir sitt leyti. Á hinn bóginn telur ráðið að afla þurfi umsagna Samgöngustofu og Vegagerðarinnar áður en leyfi er veitt fyrir notkun skeiðvallarins sem fisflugbrautar. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla umsagna stofnana áður en endanleg afstaða er tekin. Afstaða til stöðuleyfis fyrir flugskýli verður tekin þegar afstaða til notkunar brautarinnar hefur verið afgreidd.