Uppsetning timburgirðingar á Grjóthálsi til að minnka skafrenning inn á veg um Reykjaheiði
Málsnúmer 202006129
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 72. fundur - 30.06.2020
Landsvirkjun hefur áhuga á því gera tilraun með snjógirðingar (1,5-2 m háar úr timbri ) efst á Grjóthálsi til að kanna hvort hægt er að minnka skafrenning inn á veginn þar. Eins er til athugunar að breikka gatnamótin inn á útsýnisstaðinn efst á Grjóthálsi þessu samfara. Meðfylgjandi er rissmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu skjólveggja. Óskað er eftir samþykki Norðurþings fyrir framkvæmdinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu skjólveggja og lagfæringu gatnamóta eins og nánar kemur fram í erindinu.