Lokun fangelsisins á Akureyri
Málsnúmer 202007041
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 333. fundur - 09.07.2020
Til umræðu er lokun fangelsisins á Akureyri og aukið álag á löggæslu á svæðinu sem því mun mögulega fylgja.
Byggðarráð mun afla sér frekari upplýsinga og taka málið aftur fyrir að viku liðinni.
Byggðarráð Norðurþings - 334. fundur - 16.07.2020
Á 333. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð mun afla sér frekari upplýsinga og taka málið aftur fyrir að viku liðinni.
Byggðarráð mun afla sér frekari upplýsinga og taka málið aftur fyrir að viku liðinni.
Byggðarráð Norðurþings mótmælir þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri án nokkurs samráðs við sveitarstjórnir á Norðurlandi eystra. Yfirlýst stefna stjórnvalda hefur verið að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni og því skýtur það skökku við að fangelsismálayfirvöld taki einhliða og án nokkurs fyrirvara ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri og leggja þar með niður 5 störf. Byggðarráð krefst þess að stjórnvöld grípi tafarlaust í taumana og ógildi þessa ákvörðun.
Samlegðaráhrif í starfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra og fangelsisins á Akureyri eru og hafa um áratugaskeið verið afar mikil. Fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafa sinnt föngum sem gista fangageymslur lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum og þá hefur Fangelsismálastofnun getað hagað mönnun með þeim hætti á næturnar að um lágmarksmannafla hefur verið að ræða þar sem lögreglumaður hefur alltaf verið á vakt í húsnæðinu á sama tíma.
Ef ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri verður ekki afturkölluð munu að jafnaði tveir af fimm lögreglumönnum á vakt á Akureyri sinna fangavörslu flesta daga ársins. Ákvörðunin mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar. Þá má ætla að sá stuðningur sem lögreglustöðvar utan Akureyrar hafa af lögreglunni á Akureyri verði í lágmarki.
Byggðarráð vill einnig benda á að verði ákvörðuninni ekki snúið munu aðstæður íbúa á Norðurlandi eystra sem þurfa að afplána dóma versna til muna með tilliti til þess að geta átt í samskiptum við fjölskyldur sínar.
Byggðarráð telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja 5 störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og með því sett löggæslu á svo stóru svæði landsins í algjört uppnám.
Byggðarráð skorar á dómsmálaráðherra að afturkalla ákvörðunina.
Samlegðaráhrif í starfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra og fangelsisins á Akureyri eru og hafa um áratugaskeið verið afar mikil. Fangaverðir á vegum Fangelsismálastofnunar hafa sinnt föngum sem gista fangageymslur lögreglunnar vegna rannsóknar mála, ölvunar eða af ýmsum öðrum ástæðum og þá hefur Fangelsismálastofnun getað hagað mönnun með þeim hætti á næturnar að um lágmarksmannafla hefur verið að ræða þar sem lögreglumaður hefur alltaf verið á vakt í húsnæðinu á sama tíma.
Ef ákvörðun um að loka fangelsinu á Akureyri verður ekki afturkölluð munu að jafnaði tveir af fimm lögreglumönnum á vakt á Akureyri sinna fangavörslu flesta daga ársins. Ákvörðunin mun því að óbreyttu kalla á stóraukið fjármagn til löggæslu á Norðurlandi eystra en að öðrum kosti skerðist löggæsla á svæðinu svo um munar. Þá má ætla að sá stuðningur sem lögreglustöðvar utan Akureyrar hafa af lögreglunni á Akureyri verði í lágmarki.
Byggðarráð vill einnig benda á að verði ákvörðuninni ekki snúið munu aðstæður íbúa á Norðurlandi eystra sem þurfa að afplána dóma versna til muna með tilliti til þess að geta átt í samskiptum við fjölskyldur sínar.
Byggðarráð telur með öllu ólíðandi að Fangelsismálastofnun geti í trássi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í byggðamálum og án samráðs við sveitarstjórnir á svæðinu tekið slíka ákvörðun um að flytja 5 störf af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið og með því sett löggæslu á svo stóru svæði landsins í algjört uppnám.
Byggðarráð skorar á dómsmálaráðherra að afturkalla ákvörðunina.