Umhirða gróðurs á lóðamörkum
Málsnúmer 202009025
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020
Skert útsýni vegna gróðurs og girðinga á lóðamörkum getur í sumum tilfellum valdið verulegri hættu fyrir jafnt akandi sem gangandi umferð og þá sérstaklega við gatnamót.
Unnið er að gerð leiðbeiningabæklings hjá umhverfissviði Norðurþings, um hvernig æskilegt sé að staðið verði að frágangi gróðurs og girðinga við lóðamörk.
Færa má rök fyrir því að viðkomandi leiðbeiningar veiti heimildir umfram ákvæði byggingaregglugerðar og eru þau viðmið sem þar eru sett fram því lögð fyrir ráðið.
Unnið er að gerð leiðbeiningabæklings hjá umhverfissviði Norðurþings, um hvernig æskilegt sé að staðið verði að frágangi gróðurs og girðinga við lóðamörk.
Færa má rök fyrir því að viðkomandi leiðbeiningar veiti heimildir umfram ákvæði byggingaregglugerðar og eru þau viðmið sem þar eru sett fram því lögð fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdráð hafnar því að almenn heimild sé veitt á girðingar á lóðamörkum við götur og opin svæði Norðurþings og bendir lóðarhöfum á að fá heimild ráðsins fyrir girðingum við götur og opin svæði.