Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík - verklag
Málsnúmer 202009029
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 77. fundur - 08.09.2020
Umhverfisstofnun hefur gert þá kröfu að síupokar við sorpmóttökustöð að Víðimóum verði teknir niður og þeim fargað með viðunandi hætti. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar í desember 2019 og var niðurstaða þess fundar sem hér segir. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkið og tilboðin fyrir aðildarsveitarfélögum Sorpsamlags Þingeyinga.
Fram að þessu hefur ekkert verið gert undir leiðsögn formans nefndarinnar. Óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna og hvað verður gert á næstunni. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum liggja fyrir tilboð í niðurrif. Farið er fram á að ráðið taki afstöðu til þessara tilboða og ábendingum Umhverfisstofnunar verði fylgt eftir. Rétt er að upplýsa að Umhverfisstofnun hefur hótað dagsektum vegna málsins.
Bergur Elías Ágústsson
Fram að þessu hefur ekkert verið gert undir leiðsögn formans nefndarinnar. Óskað er eftir upplýsingum um hvers vegna og hvað verður gert á næstunni. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum liggja fyrir tilboð í niðurrif. Farið er fram á að ráðið taki afstöðu til þessara tilboða og ábendingum Umhverfisstofnunar verði fylgt eftir. Rétt er að upplýsa að Umhverfisstofnun hefur hótað dagsektum vegna málsins.
Bergur Elías Ágústsson
Bergur Elías Ágústsson óskar bókað. Það er ánægjulegt að fyrirspurn þessi komi málinu af stað.