Sóknaráætlun 2020-2024
Málsnúmer 202009087
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 339. fundur - 17.09.2020
Á fund byggðarráðs koma Ari Páll Pálsson og Rebekka Kristín Garðarsdóttir frá SSNE og fara yfir og eiga samtal við ráðið um sóknaráætlun landshlutans 2020-2024.
Byggðarráð þakkar Ara Páli og Rebekku fyrir kynninguna á Sóknaráætlun landshlutans. Byggðarráð vísar umræðu um Sóknaráætlun til sveitarstjórnar og leggur til að málið verið tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.
Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020
Fyrir sveitarstjórn liggur sóknaráætlun SSNE 2020-2024. Sveitarstjórn hefur frest til að skila inn breytingartillögum á sóknaráætluninni til föstudagsins 25. september 2020.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku: Helena, Bergur, Hafrún, Hjálmar, Kristján og Kolbrún Ada.
Helena leggur eftirfarandi til við endurskoðun sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.
Lagt er til að markmiðum og áhersluatriðum í sóknaráætlun verði fækkað.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði getið þar sem fjallað er um Sjúkarhúsið á Akureyri og að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði tilgreindur samstarfaðili varðandi nýsköpun í öldrunarþjónustu.
Eftirfarandi setning verði felld niður í kaflanum um nýsköpun og atvinnulíf: Hætta að gera sömu hlutina á tveimur stöðum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Til máls tóku: Helena, Bergur, Hafrún, Hjálmar, Kristján og Kolbrún Ada.
Helena leggur eftirfarandi til við endurskoðun sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.
Lagt er til að markmiðum og áhersluatriðum í sóknaráætlun verði fækkað.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði getið þar sem fjallað er um Sjúkarhúsið á Akureyri og að Heilbrigðisstofnun Norðurlands verði tilgreindur samstarfaðili varðandi nýsköpun í öldrunarþjónustu.
Eftirfarandi setning verði felld niður í kaflanum um nýsköpun og atvinnulíf: Hætta að gera sömu hlutina á tveimur stöðum.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.