Fara í efni

Veitutengingar Útgarður 4 og 6

Málsnúmer 202009101

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 211. fundur - 24.09.2020

Bergur Elías Ágústsson óskar skýringa á eftirfarandi í tengslum við heimæðatengingar veitulagna úr Útgarði 4 að Útgarði 6 á Húsavík.

i. Hver heimilaði og í umboði hvers að tengja Útgarð 6 til 8 við stofnlögn Útgarðs 4 fyrir heitt og kalt vatn, rétt er að taka fram að um aðskilda lögaðila er um að ræða.
ii. Hvaða dag átti framangreind tenging sér stað?
iii. Þess er óskað að orkureikningar fyrir kalt og heitt vatn séu lagðir fram fyrir stjórn, sem og greiðsludagsetning þeirra.
iv. Þess er óskað að greiðsla fyrir tengigjöld, kalt vatn, heitt vatn sem og fráveitu og dagsetning greiðslu verið lög fyrir stjórn.
i. Ákvörðun um fyrirkomulag tenginga heimæða fyrir heitt og kalt vatn að Útgarði 6 var tekin samhliða byggingu Útgarðs 4. Ákvörðun um annað upplegg en þá var ákveðið ef um slíkt er að ræða, virðist ekki hafa skilað sér inn á borð Orkuveitu Húsavíkur ohf.
ii. Skv. upplýsingum frá pípulagningameistara Útgarðs 6 fór tenging heimæða fyrir heitt og kalt vatn að húsnæðinu fram þann 24.10.2019 eftir hádegi.
iii. Lagðir eru fyrir stjórn OH, orkureikningar vegna hitaveitu sem greiddir eru af Rein ehf. á byggingartíma Útgarðs 6, en aðrir orkureikningar hafa ekki verið gefnir út vegna Útgarðs 6. Ekki eru gefnir út orkureikningar vegna notkunar á köldu neysluvatni, heldur er vatnsgjald vegna fasteigna innheimt með fasteignagjöldum sem hlutfall af fasteignamati eignar.
iv. Greiðslur vegna tengigjalda fyrir heitt og kalt vatn að Útgarði 6 er innanhússmál milli Leigufélags Hvamms ehf. og Naustalækjar ehf., en Orkuveita Húsavíkur ohf. hefur hvorki aðkomu þar né upplýsingar um málið. Alla jafna eru tengigjöld vegna fráveitu innifalin í gatnagerðagjöldum og því ekki innheimt af veitufyrirtækjum.

Bergur Elías óskar bókað.
Það vekur nokkra furðu að tengingar við veitukerfi Orkuveitu Húsavíkur milli ótengdra lögaðila hafi ekki verið á vitorði framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur né stjórnar félagsins fyrr en á þessum fundi tæpu ári eftir að tenging fór fram. Rétt er að það komi fram að fyrsti reikningur fyrir heitt vatn er ekki gefin út fyrr en í maí 2020 að upphæð 5.751 krónur.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 216. fundur - 18.02.2021

Samkvæmt samþykktri verðskrá Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá árinu 2008 ásamt framlögðum reikningum sem jafnframt hafa verið greiddir af Dvalarheimilinu Hvammi frá sama tíma, má ljóst vera að heimæðagjöld vegna Útgarðs 4 hafa að fullu verið gerð upp gagnvart Orkuveitu Húsavíkur ohf. og til samræmis við stærð veitutenginga sem um ræðir. Heimlögn fyrir heitt vatn, kr. 218.283, heimlögn fyrir kalt vatn, kr. 160.840. Því til viðbótar hefur Dvalarheimilið Hvammur greitt kr. 518.164 vegna heimlagnar fyrir kalt vatn en sú greiðsla er þó ekki skýrð frekar. Sverleiki heimæða gerir ráð fyrir aukningu byggingamagns í Útgarði 4-8.
Þessu til staðfestingar eru lagðir fram greiddir reikningar Dvalarheimilisins Hvamms vegna tengigjalda ásamt samþykktri gjaldskrá OH frá sama tíma.
Lagt fram til kynningar.