Fara í efni

Staða minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi

Málsnúmer 202010196

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 343. fundur - 29.10.2020

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir að sett verði á dagskrá byggðarráðs umræða um stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi.

Seinni umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings verður innan tíða sem m.a. felur í sér ákvörðun um gjaldskrár. Óskað er eftir umræðu um stöðu þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna Covid-19 faraldursins og aðgerða sem sveitarfélagið getur gripið til er varðar gjaldskrár og innheimtu gjalda.
Umræðu um málið frestað til næsta fundar.

Byggðarráð Norðurþings - 344. fundur - 05.11.2020

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar eftir umræðu um stöðu minni og meðalstórra fyrirtækja í Norðurþingi.

Greinargerð:
Seinni umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings verður innan tíða sem m.a. felur í sér ákvörðun um gjaldskrár. Óskað er eftir umræðu um stöðu þeirra fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna Covid-19 faraldursins og aðgerða sem sveitarfélagið getur gripið til er varðar gjaldskrár og innheimtu gjalda.

Á 343. fundi byggðarráðs var bókað;
Umræðu um málið frestað til næsta fundar.
Byggðarráð mun á næstu vikum eiga samtal við fulltrúa fyrirtækja í sveitarfélaginu um stöðu atvinnulífsins.