Fara í efni

Samningur Norðurþings og GH 2021-

Málsnúmer 202010212

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 77. fundur - 02.11.2020

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir viðræðum við Norðurþing vegna samstarfssamnings við félagið. Núgildandi samningur rennur út í árslok 2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að funda með fulltrúum GH til að fá nánari sýn á samningamál við félagið. Málið verður tekið fyrir á fundi ráðsins að þeim fundi loknum.

Fjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021

Golfklúbbur Húsavíkur óskar eftir nýjum samstarfs og styrktarsamning við Norðurþing. Fyrri samningur rann út um síðastliðin áramót.
Fjölskylduráð samþykkir að skipa Aldey Unnar Traustadóttur og Benóný Val Jakobsson í samningshóp ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa. Hópurinn skal vinna að samningi við GH og leggja fyrir ráðið.

Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð - 90. fundur - 03.05.2021

Fyrir Fjölskylduráði liggja drög að samstarfs- og styrkarsamningi við GH.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfs- og styrktarsamningi við GH og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við GH.

Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi.