Samningur Norðurþings og hestamannafélagsins Grana 2021 -
Málsnúmer 202010214
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 77. fundur - 02.11.2020
Hestamannafélagið Grani óskar eftir viðræðum við Norðurþing vegna samstarfssamnings við félagið. Núgildandi samningur rennur út í árslok 2020.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að vinna drög að samningi og leggja fyrir ráðið að nýju.
Fjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samningsdrög samstarfs og styrktarsamnings á milli Norðurþings og Hestamannafélagsins Grana.
Fjölskylduráð samþykkir samningsdrögin og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við Hestamannafélagið Grana.