Skáknámskeið fyrir ungmenni
Málsnúmer 202012015
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 80. fundur - 07.12.2020
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Birki Karli Sigurðssyni sem hefur áhuga á að halda tveggja daga skáknámskeið fyrir ungmenni í sveitarfélaginu. Kostnaður við námskeiðið er ferðakostnaður, gisting og námskeiðsgjald.
Fjölskylduráð synjar erindinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 en hvetur umsækjanda til þess að senda inn erindi fyrir næsta skólaár.