Beiðni um umsögn vegna fiskeldis Rifós hf að Röndinni á Kópaskeri
Málsnúmer 202101081
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021
Matvælastofnun óskar umsagnar Norðurþings um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvar á Röndinni eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi. Gert er ráð fyrir að hámarkslífmassi í stöðinni fari ekki yfir 400 tonn og að framleiðsla verði allt að 2.000 tonnum af laxaseiðum af Saga stofni á ársgrundvelli. Afrennsli stöðvarinnar er í frárennslislögn og stokk allt að 5 m út fyrir stórstraumsfjöru. Fyrir fundi liggja greinargerð fyrirspurnar framkvæmdaaðila um matsskyldu dags. 12. júní 2020 og ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 21. september 2020.
Hafin er uppbygging fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri til samræmis við ákvæði deiliskipulags svæðisins. Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki tilefni til að ætla að náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfsvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa.