Fara í efni

Aðstöðumál í knattspyrnu

Málsnúmer 202101101

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 82. fundur - 25.01.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Völsungi varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Vegna tímabundnar bilunar á hitakerfi gervigrass safnast fyrir meiri snjór en ella á vellinum.
Félagið óskar eftir því að völlurinn verði ruddur fyrir æfingar eða knattspyrna fái fleiri tíma í íþróttahöllinni.
Fjölskylduráð telur ekki næga þekkingu til staðar á því hvort mokstur með vinnuvélum muni skemma gervigrasvöllinn eða ekki og ætlar því ekki að fara í það verk að svo stöddu.

Verið er að athuga með kostnað og möguleika á að útbúa vinnubíl íþróttavalla (Kubota) til moksturs á gervigrasvellinum. Vanda þarf til verksins svo tjón verði ekki á vellinum og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fylgjast með verkinu. Þangað til að niðurstaða verður komin í það mál vill ráðið benda á þann möguleika að hægt er að handmoka völlinn eins og gert er bæði hjá KA og Þór á Akureyri.

Ráðið bendir einnig á að hægt er að nýta sparkvellina við Borgarhólsskóla að einhverju leyti sem tímabundna lausn.

Að lokum vill ráðið benda á að Völsungur hefur yfirráð yfir meirahluta þeirra tíma sem í boði eru í íþróttahöllinni, Aðalstjórn Völsungs er best til þess fallin að hliðra til tímum á milli deilda svo að sem flestir fái einhvern æfingatíma.


Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.