Umsagnarbeiðni varðandi nýtingarleyfisumsókn á Röndinni við Kópasker
Málsnúmer 202102001
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 88. fundur - 02.02.2021
Orkustofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna beiðni Rifóss hf. um nýtingarleyfi á söltu grunnvatni úr borholum á Röndinni á Kópaskeri með vísan til auðlindalaga nr. 57/1998.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita Orkustofnun jákvæða umsögn frá sveitarfélaginu. Ráðið telur fyrirhugaða vatnstöku í samræmi við þær upplýsingar sem sveitarfélagið hafði við afgreiðslu deiliskipulagsins.