Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021
Málsnúmer 202102107
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 84. fundur - 22.02.2021
Húsavíkurstofa sækir um styrk að upphæð 200.000 kr. fyrir skiltum af karakterum úr Eurovision kvikmyndinni til að setja upp víðs vegar um Húsavík næsta sumar. Einnig er óskað eftir aðstoð frá starfsfólki Norðurþings við að setja upp skiltin.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021
Ræða þarf fyrirkomulag styrkbeiðna sem taka til þjónustumiðstöðva.
Silja vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð er jákvætt vegna verkefna þar sem íbúar, stofnanir og/eða fyrirtæki taka sig saman um verkefni samfélaginu til heilla og leita eftir samstarfi eða styrkjum frá sveitarfélaginu.
Mikilvægt er við styrkveitingar að horfa til þess að öll þjónusta þjónustumiðstöðva Norðurþings er útseld vinna hvort heldur til sviða, stofnana eða íbúa og horfa verður til þess við úthlutun styrkja. Öll svið geta veitt styrk til að kaupa þjónustu þjónustumiðstöðvar en þjónustumiðstöð er rekstrareinining og veitir ekki styrki.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur styrkbeiðendur og öll svið til að horfa til þessa við úthlutun styrkja.
Skipulags- og framkvæmdaráð er jákvætt vegna verkefna þar sem íbúar, stofnanir og/eða fyrirtæki taka sig saman um verkefni samfélaginu til heilla og leita eftir samstarfi eða styrkjum frá sveitarfélaginu.
Mikilvægt er við styrkveitingar að horfa til þess að öll þjónusta þjónustumiðstöðva Norðurþings er útseld vinna hvort heldur til sviða, stofnana eða íbúa og horfa verður til þess við úthlutun styrkja. Öll svið geta veitt styrk til að kaupa þjónustu þjónustumiðstöðvar en þjónustumiðstöð er rekstrareinining og veitir ekki styrki.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur styrkbeiðendur og öll svið til að horfa til þessa við úthlutun styrkja.
Ráðið hefur ekki heimild til að ráðstafa starfsfólki þjónustustöðva Norðurþings og vísar þeirri beiðni til skipulags- og framkvæmdaráðs.