Beiðni um umsögn vegna vindorkugarðs að Hnotasteini
Málsnúmer 202103041
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs vindorkugarðs að Hnotasateini. Tillaga að matsáætlun er unnin af Eflu verkfræðistofu og dagsett 16. desember 2020. Áform Qair Iceland ehf lúta að uppbyggingu allt að 200 MW vindorkugarðs innan 3.330 ha svæðis á Hólaheiði.
Framkvæmdaaðili þarf að afla framkvæmdaleyfis hjá sveitarfélaginu Norðurþingi skv. 14. gr. skipulagslaga og afla byggingarleyfis fyrir hverri vindmyllu skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.