Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum Covid-19
Málsnúmer 202103108
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu 2021 umfram hefðbundið starf.
Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í frístundastarfi barna sumarið 2021. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu 2021.