Fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Húsavík varðandi félagsstarf
Málsnúmer 202103139
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021
Fyrir fjölskylduráði liggur fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Húsavík varðandi félagsstarf.
Stjórn félags eldri borgara á Húsavík ítrekar vilja sinn til að koma í gang Lýðheilsu verkefni Janusar og kallar eftir svari frá Norðurþingi þess efnis.
Stjórn félags eldri borgara á Húsavík ítrekar vilja sinn til að koma í gang Lýðheilsu verkefni Janusar og kallar eftir svari frá Norðurþingi þess efnis.
Ráðið felur félagsmálastjóra að eiga samtal við forsvarsmenn verkefnisins um hvort hægt sé að útfæra verkefnið í smækkaðri mynd og leggja niðurstöðu þess samtals fyrir ráðið í maí.
Ýmislegt er í boði sem eflir lýðheilsu eldri borgara á Húsavík, s.s.:
Í Hlyn hefur félögum eldri borgara staðið til boða Yoga tímar einu sinni í viku og skipulagðir göngutúrar eru hluti af dagskrá félagsins.
Sund Zumba námskeið hefur einnig staðið til boða.
Sjúkraþjálfun Húsavíkur hefur staðið fyrir leikfimi fyrir eldri borgara.
Þau heimili sem njóta félagslegrar heimaþjónustu stendur til boða hreyfitími einu sinni í viku á Hvammi undir leiðsögn sjúrkraþjálfara.
Boccia er einnig í boði fyrir eldri borgara.