Aukið félagsstarf fullorðinna 2021 vegna Covid-19
Málsnúmer 202103141
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 86. fundur - 22.03.2021
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19. Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19, hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna 2021 umfram hefðbundið starf.
Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.
Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk.
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að sækja um fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021 fyrir félög eldri borgara í Norðurþingi.